Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um millinafnið Hólm. Nafnið er þegar til sem ættarnafn og það einnig á skrá sem karlkyns eiginnafn en samkvæmt lögum um mannanafnanöfn er óheimilt að nota ættarnafn sem millinafn.
Þá hafnar nefndin einnig beiðni um millinafnið Thor og um eiginnafnið Lady.
Samkvæmt nýjustu úrskurðum nefndarinnar mega stúlkur nú bera eiginnafnið Valkyrja, Sæla, Malína, Lexí og Bandís. Þá var eiginnafnið Ólaf samþykkt og mega drengir bera það nafn.