Senda yfirlýsingu vegna Atla

Atli vill fá málflutningsréttindi á ný.
Atli vill fá málflutningsréttindi á ný. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fjölskylda Einars Arnar Birgissonar ætlar að senda yfirlýsingu til Lögmannafélagssins á næstu dögum og lýsa yfir áhyggjum sínum þar sem Atli Helgason sækist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín á ný. Atli myrti Einar Örn í Öskjuhlíð í Reykjavík 8. nóvember 2000.

Greint var frá því í gærkvöldi að Atli hefði fengið uppreist æru í lok síðasta árs og er hann því nú með óflekkað mannorð. Atli hef­ur lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að rétt­inda­svipt­ing hans verði felld úr gildi svo hann geti fengið mál­flutn­ings­rétt­indi sín sem lögmaður að nýju.

Rætt var við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagðist hann sjálfur ekki hafa fyrirgefið Atla en tók fram að fjölskyldan þjáist ekki af verulegri heift og reiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert