Fjölskylda Einars Arnar Birgissonar ætlar að senda yfirlýsingu til Lögmannafélagssins á næstu dögum og lýsa yfir áhyggjum sínum þar sem Atli Helgason sækist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín á ný. Atli myrti Einar Örn í Öskjuhlíð í Reykjavík 8. nóvember 2000.
Greint var frá því í gærkvöldi að Atli hefði fengið uppreist æru í lok síðasta árs og er hann því nú með óflekkað mannorð. Atli hefur lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að réttindasvipting hans verði felld úr gildi svo hann geti fengið málflutningsréttindi sín sem lögmaður að nýju.
Rætt var við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagðist hann sjálfur ekki hafa fyrirgefið Atla en tók fram að fjölskyldan þjáist ekki af verulegri heift og reiði.