Dekkjakurl notað þvert gegn ákvörðun

Fyrir mistök var dekkjakurli bætt við völl Framara í Úlfarsárdal …
Fyrir mistök var dekkjakurli bætt við völl Framara í Úlfarsárdal síðastliðið sumar. Stefnt er að því að útrýma kurlinu. mbl.is/RAX

Húðuðu dekkjakurli var bætt við knattspyrnuvöll Fram í Úlfarsárdal í sumar þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um það hjá borginni að bæta ekki meira dekkjakurli við velli í Reykjavík.

Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að um mistök hafi verið að ræða.

Tilraunir blaðamanns til þess að fá svör við því hvers vegna kurlinu var bætt í völlinn báru ekki árangur, en bent var á að framkvæmdin hefði verið á ábyrgð ÍTR. Spurður segir Þórgnýr að unnið sé að aðgerðaáætlun um að skipta út dekkjakurlinu. „Það verður ekki gert á einu ári. Það er ekki hagkvæmt,“ segir Þórgnýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert