Atli dregur til baka kröfu sína

Verjandi Atla í dómsal í dag.
Verjandi Atla í dómsal í dag. Mbl.is/Golli

Atli Helgason hefur afturkallað kröfu sína um að fá lögmannsréttindi sín að nýju, en hann var sviptur þeim eftir að hann var dæmdur sekur um að hafa myrt Einar Örn Birgisson fyrir 15 árum. Taldi hann réttindi sín minna virði en þjáningar aðstandenda Einars Arnar.

Við aðalmeðferð málsins í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur las verjandi Atla upp tilkynningu sem var bókuð á eftirfarandi hátt:

„Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður séu minna virði en þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla að svo stöddu ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert