Var með kókaín og amfetamín

Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann bifreiðar sem átti leið um Súðavík á föstudagskvöldið. Í ljós kom að farþegi í bílnum var með fíkniefni á sér. Jafnframt fundust fíkniefni á heimili hans.

Alls fundust um 10 grömm af kókaíni og amfetamín auk áhalda til neyslu kannabisefna. Að auki fundu lögreglumenn í fórum mannsins lyfseðilsskyld lyf sem hann gat ekki gert grein fyrir.  Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur aðstoðaði lögreglumenn við leitina.

Fyrr í vikunni hafði lögreglan fundist kannabisplöntu á heimili í Bolungarvík og ýmislegt annað sem bendir til þess að íbúi og eigandi plöntunar hafi ástundað ræktun og neyslu kannabisefna undanfarið. Viðkomandi hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka