Vilja rannsókn á gúmmíkurlinu

Reynist rétt að reglur hafi verið brotnar er þess krafist …
Reynist rétt að reglur hafi verið brotnar er þess krafist að réttum viðurlögum verði beitt og farið verði fram á að gúmmíkurlið úr dekkjunum verði haldlagt af völlum og því eytt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Óttast er að frá 1. janúar 2010 hafi Reykjavíkurborg ítrekað keypt og flutt inn gúmmíkurl úr dekkjum sem innihalda tiltekin hættuleg efni og efnablöndur umfram þær takmarkanir sem settar eru í REACH-reglugerðinni. Vísbendingar eru um að þessu gúmmíkurli hafi verið dreift á gervigrasvelli þar sem börn og unglingar leika sér.

Er þess farið á leit við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að málið verði rannsakað. Reynist rétt að reglur hafi verið brotnar er þess krafist að réttum viðurlögum verði beitt og farið verði fram á að gúmmíkurlið úr dekkjunum verði haldlagt af völlum og því eytt. 

Þetta kemur fram í beiðni til heilbrigðiseftirlitsins um rannsókn en hún er lögð fram af hópnum Nýjan völl án tafar - Öll dekkjarkurl til grafar og Heimila og skóla. 

„Reykjavíkurborg hefur notað dekkjakurl frá 2010. Reykjavíkurborg hefur haldið því fram að árið 2010 hafi verið tekin sú ákvörðun að setja ekki dekkjakurl í keppnis- og æfingagervigrasvelli borgarinnar. Þegar óskað var eftir staðfestingu á þeirri ákvörðun kom í ljós að engin slík ákvörðun lá fyrir. Þvert á móti liggur fyrir að Reykjavíkurborg hefur sett dekkjakurl á velli borgarinnar síðan 2010,“ segir í beiðninni. 

Nýjan völl án tafar. Öll dekkjarkurl til grafar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert