Brynjar Karl kom fram á TedxKids

Mynd af Brynjari af heimasíðu TedxKids.
Mynd af Brynjari af heimasíðu TedxKids. Skjáskot

Brynjar Karl Birgisson, sem vakti athygli fyrir að smíða Titanic úr legókubbum, var sérstakur ræðumaður á ráðstefnunni TedxKids sem haldin var í Kaliforníu.

„Vá, mér tókst það! Og ég gerði það!“ skrifar Brynjar Karl á Facebook-síðu sína en Brynjar hefur undanfarin ár verið ötull talsmaður einhverfra. Brynjar skrifar að viðburðinn hafi verið mjög vel skipulagðir og af nógu að taka fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem tóku þátt í ráðstefnunni í ár. 

„Sjálfboðaliðarnir á viðburðinum létu mér líða eins og hluta af fjölskyldunni og það var erfitt að kveðja þegar allt var yfirstaðið.“

Brynjar segir að nú sé komið að því að halda upp á þátttökuna. Og það ætlaði Brynjar að gera með því að bjóða mömmu sinni á Cheese cake Factory. Í dag ætlar hann svo að heimsækja Legoland og slappa af.

„Ég er stoltur og ánægður með ræðuna mína [...] Takk fyrir að styðja mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert