Víða léttskýjað í dag

Það verður skýjað um landið vestanvert og líkur á dálítill …
Það verður skýjað um landið vestanvert og líkur á dálítill súld, annars víða léttskýjað en hætt við þokulofti við suðaustur og austurströndina. mbl.is/Árni Torfason

Í dag má gera ráð fyrir suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrum á sekúndu. Það verður skýjað um landið vestanvert og líkur á dálítill súld, annars víða léttskýjað en hætt við þokulofti við suðaustur og austurströndina. Með morgninum verður vaxandi suðvestanátt með 10-18 metrum á sekúndu norðvestan til síðdegis en annars 5-10 metrar á sekúndu. Heldur hvassara verður í kvöld og sums staðar hvassir vindstrengir við fjöll norðvestanlands. Hiti 5-13 stig að deginum en heldur hlýrra suðaustan til.

Í nótt lægir og snýst í norðlæga átt, 5-10 metrar á sekúndu með dálítilli vætu fyrir norðan en bjart sunnan- og suðaustanlands og hlýnar þar.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert