Ekki má heita Pollux og Dyljá

Mannanafnanefnd hefur hafnað millinafninu Pollux og eiginnöfnunum Dyljá, Swanhildur og Adriana fyrir konu. Sótt var um síðastnefndu þrjú nöfnin sem kvenmannsnöfn.

Nefndin samþykkti  nöfnin Gestar, Mummi, Sæmar, Raknar, Jötunn, Manuel, Líó, Tobbi, Freymann sem eiginnöfn karla.

Þá samþykkti nefndin nöfnin Yngveldur, Beata og Jóhanndína sem eiginnöfn kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert