Mega ekki heita Olgalilja og Zar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Styrmir Kári

Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenkynsnöfnin Eiríkssína, Kikka, Elea, Karma og Liljan ásamt karlkynsnöfnunum Gaddi og Ári.

Nefndin hafnaði kvenkynsnöfnunum Cleopatra, Omid og Olgalilja. Þá var karlkynsnafninu Zar hafnað.

Í úrskurði nefndarinnar um nafnið Olgalilja segir að nafnið fari gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Olga, í aukaföllum Olgu. Nafnið Olgalilja (í eignarfalli Olgulilju) brjóti í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s.lilja, gata) myndi ekki fyrri lið í samsettum orðum; en þar er notað eignarfall (s.s. liljusveigur, götuljós).

Þá geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Olga og Lilja sem eitt orð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert