Konur mega nú heita Angelína, Eilíf, Hofdís, Luna og Tildra. Þá hefur mannanafnanefnd samþykkt beiðni um eiginnafnið Eyjar fyrir karlmenn.
Mannanafnanefnd kom saman 16. september. Þá kvað hún upp ofangreinda úrskurði en heimilaði einnig að kona fengi að taka upp kenningu til föður síns, Paul, og laga nafnið að íslensku máli, Pálsdóttir.
Nefndin féllst einnig á að Katarzyna, dóttir Andrzej, fengi að heita Katrína Andradóttir.