Mega heita Angelína og Eyjar

Það er ekki dónalegt að vera nafna Angelinu Jolie, en …
Það er ekki dónalegt að vera nafna Angelinu Jolie, en skilnaður hennar er nú umfjöllunarefni út um allan heim. AFP

Kon­ur mega nú heita Angel­ína, Ei­líf, Hof­dís, Luna og Til­dra. Þá hef­ur manna­nafna­nefnd samþykkt beiðni um eig­in­nafnið Eyj­ar fyr­ir karl­menn.

Manna­nafna­nefnd kom sam­an 16. sept­em­ber. Þá kvað hún upp of­an­greinda úr­sk­urði en heim­ilaði einnig að kona fengi að taka upp kenn­ingu til föður síns, Paul, og laga nafnið að ís­lensku máli, Páls­dótt­ir.

Nefnd­in féllst einnig á að Kat­arzyna, dótt­ir Andrzej, fengi að heita Katrína Andra­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert