Hálka á Hellisheiði

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Greiðfært er að mestu á Suðurlandi en hálka eða hálkublettir á útvegum. Hálka er á Hellisheiði, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Það er hálka eða hálkublettir á Vesturlandi, þó aðallega á fjallvegum. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði.  

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir, þæfingur og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Snjóþekja er á Hálfdán.

Greiðfært er að mestu leyti á Norðurlandi en þó er hálka eða hálkublettir á útvegum og einnig á fjallvegum.

Það er að mestu greiðfært á láglendi á Austurlandi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Greiðfært er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert