Upplýsa um eignarhald á föstudaginn

Salan hlutnum í Arion banka vekur spurningar.
Salan hlutnum í Arion banka vekur spurningar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Höskuldur kom á fundinn og fór yfir þá vinnu sem bankinn hefur farið í til að kynna bankann fyrir mögulegum fjárfestum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir sem situr í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is. 

Efna­hags- og viðskipta­nefnd fundaði í morgun um söluna á tæplega þriðjungshlut í Arion banka en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa óskað eftir að upplýst verði um raunverulega kaupendur. Hefur Fjármálaeftirlitið bent á að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um beri að til­greina nöfn og hlut­falls­legt eign­ar­hald allra þeirra sem eiga um­fram 1% hluta­fjár á heimasíðu sinni.

„Upplýsingar um fjárfestana sem eiga í vogunarsjóðnum munu koma fram á föstudaginn geri ég ráð fyrir vegna þess að Fjármálaeftirlitið frestaði komu sinni um tvo daga,“ segir Lilja. „Málið er hjá Fjármálaeftirlitinu og það er okkar hlutverk í nefndinni að veita eftirlitsaðilum og löggjafanum aðhald út af þessum spurningum sem hafa vaknað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert