Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær kveðju til Sadiq Khan, borgarstjóra í Lundúna, þar sem hann vottaði honum samúð vegna voðaverkanna sem áttu sér stað í borginni á miðvikudaginn.
Í bréfi Dags til Khan segir m.a. að fólk þurfi að standa saman fyrir „frjálsum og sanngjörnum, lýðræðislegum og umburðarlyndum samfélögum, þar sem allir geta blómstrað á eigin forsendum og gegn glórulausum gjörðum haturs og ofbeldis eins og við sáum í Lundúnum.“
Bretinn Khalid Masood varð fjórum að bana þegar hann ók inn í hóp fólks og stakk því næst lögreglumann á Westminster-brúnni í Lundúnum á miðvikudaginn. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.