Verðmat sem Icora Partners gerði fyrir hóp lífeyrissjóða á Arion banka bendir til að vogunarsjóðirnir fjórir sem keyptu 29% hlut í bankanum fyrr í þessum mánuði hafi fengið hlutinn á undirverði.
Í viðskiptunum var miðað við gengið 0,79 af bókfærðu eigin fé bankans en verðmatið segir bankann standa undir genginu 0,85 af bókfærðu eigin fé.
Sé miðað við mat Icora Partners á bankanum er markaðsverð Arion banka nærri 180 milljarðar og eignarhlutur ríkissjóðs um 23,4 milljarðar, að því er fram kemur í umfjöllun um sölu Arion banka í ViðskiptaMogganum í dag.