Flytur endurbyggt Titantic vestur um haf

Brynar Karl Birgisson fyrir nokkrum árum þegar skipið var nýbyggt.
Brynar Karl Birgisson fyrir nokkrum árum þegar skipið var nýbyggt. mbl.is/Árni Sæberg

Það gekk vel hjá Brynjari karli Birg­is­syni legó­meist­ara að setja saman Tit­anic-lík­an sitt fyrir framan áhorfendur á sýn­ing­unni Float­ing Bricks 18. og 19. mars í Hamborg í Þýskalandi.  Í meðfylgjandi myndbandi segist Brynjar heppinn að hafa verið umkringdur lego-nördum eins og honum sjálfum sem aðstoðuðu hann við að endurbyggja skipið. 

Í næstu viku verður skipið flutt aftur yfir Atlantshafið. Brynjar krossleggur fingur og vonar að skipbrotið endurtaki sig ekki en á sama tíma, 15 apríl árið 1912 fórst Titanic á leið yfir Atlantshafið.

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert