Augljós fingraför stjórnvalda

Ólafur Ólafsson á fundinum.
Ólafur Ólafsson á fundinum. mbl.is/Golli

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, vara­formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, spurði Ólaf Ólafs­son hvort hann hafi annað hvort verið þátt­tak­andi eða fórn­ar­lamb póli­tískr­ar spill­ing­ar. Hann svaraði því neit­andi en fund­in­um er ný­lokið. 

Þá var Ólaf­ur spurður hvort hann teldi að póli­tísk af­skipti hafi eitt­hvað haft um það að segja að S-hóp­ur­inn keypti Búnaðarbank­ann. Ólaf­ur sagði að það yrði að spyrja þáver­andi stjórn­völd að því.

Hann bætti svo við að það væru aug­ljós fingra­för stjórn­valda á einka­væðing­ar­ferli bank­anna.

Þrátt fyr­ir að hiti hafi verið á fund­in­um lauk hon­um á léttu nót­un­um og nefnd­ar­menn og Ólaf­ur göntuðust sín á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka