„Ég sit með alla öskupokana á bakinu“

Ólafur á fundinum í dag.
Ólafur á fundinum í dag. mbl.is/Golli

Fund­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar með Ólafi Ólafs­syni, kennd­um við Sam­skip, stóð yfir í tæpa tvo klukku­tíma, en hon­um lauk rétt fyr­ir klukk­an 18. Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða á tæp­um helm­ings­hlut í Búnaðarbank­an­um.

Þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser kom að kaup­un­um sem helm­ingseig­andi í Eglu, en nefnd­ar­menn bentu á að bank­inn hefði aðeins verið eig­andi í skamm­an tíma og það benti til að um mála­mynda­gjörn­ing hefði verið að ræða. Enda var þókn­un­in sem bank­inn fékk í sinn hlut ekki í sam­ræmi við hagnað annarra af viðskipt­un­um.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. mbl.is/​Golli

Gögn­in ekki ný af nál­inni

Fund­ur­inn hófst á stuttri fram­sögu Ólafs en svo fengu nefnd­ar­menn að spyrja hann spurn­inga.

Fyrst­ur var Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­sögumaður nefnd­ar­inn­ar, sem hafði orð á því að gögn­in sem Ólaf­ur hefði af­hent nefnd­ar­mönn­um væru ekki ný af nál­inni, nema nokk­ur skjöl sem virt­ust hafa litla þýðingu. Jón Stein­dór sagðist hafa bú­ist við því að gögn Ólafs myndu varpa nýju ljósi á málið. Það hefðu þau hins­veg­ar ekki gert.

Ólaf­ur sagðist ekki hafa vitað að sum gagn­anna hefðu birst áður en viður­kenndi að þau væru vissu­lega öll göm­ul, enda um gam­alt mál að ræða.

Hann sagðist svo sann­ar­lega vilja að öll gögn væru uppi á borðum og hann hefði lagt sitt af mörk­um í þeim efn­um með gagna­bunk­an­um sem hann sendi nefnd­inni í gær. Ólaf­ur lagði áherslu á það í máli sínu að það hefði ekki verið sett skil­yrði fyr­ir því að er­lend­ir aðilar kæmu að kaup­um Búnaðarbank­ans, enda hefði það ekki verið ljóst fyrr en á síðari stig­um ferl­is­ins að það yrði raun­in. Hann vildi greini­lega að þetta atriði væri mjög skýrt.

Ólafur og Vilhjálmur.
Ólaf­ur og Vil­hjálm­ur. mbl.is/​Golli

Vil­hjálmi heitt í hamsi

Vil­hjálmi Bjarna­syni var heitt í hamsi á fund­in­um, þurfti oft­ar en einu sinni að biðja hann um að hafa sig hæg­an.

„Hvers vegna ertu að setja upp þessa löngu fléttu með blekk­ing­um? Hvers vegna komstu ekki hreint fram á þess­um tíma og sagðist vera að kaupa þetta sjálf­ur?“ spurði Vil­hjálm­ur Ólaf og vísaði til yf­ir­lýs­ing­ar um aðkomu þýska bank­ans sem send var út af kaup­end­um árið 2003, um hve já­kvætt og traust­vekj­andi það væri að fá er­lenda fjár­festa inn í kaup­in á Búnaðarbank­an­um.

Ólaf­ur vildi meina að Vil­hjálm­ur væri með ansi stór­ar yf­ir­lýs­ing­ar og hædd­ist hálfpart­inn að hon­um: „Ég ætla ekki að segja hversu góður eða slæm­ur Hauck & Auf­häuser er en hann hef­ur verið starf­andi í meira en 200 ár á meðan all­ir ís­lensk­ir bank­ar hafa farið á haus­inn.“

Ólafur Ólafsson.
Ólaf­ur Ólafs­son. mlb.is/​Golli

Í fórn­ar­lambs­leik

Aðrir nefnd­ar­menn voru ró­legri, en þó ákveðnir við Ólaf og kröfðust svara við spurn­ing­um sín­um, en hann var ekki alltaf skýr í svör­um sín­um að mati nefnd­ar­manna. Birgitta Jóns­dótt­ir talaði um að hann væri í fórn­ar­lambs­leik en hann vildi sjálf­ur ekki meina að hann væri fórn­ar­lamb. Þá sagðist hann vera inni­leg­ur í máli sínu og að hann hefði komið á fund nefnd­ar­inn­ar til að byggja upp traust.

Aðspurður hvort hann teldi nauðsyn­legt að gerð yrði alls­herjar­rann­sókn á einka­væðingu bank­anna svaraði Ólaf­ur: „Ég sit með kal­eik­inn, ég sit með alla ösku­pok­ana á bak­inu. Það væri eðli­legt að ég myndi óska eft­ir því að allt væri rann­sakað til að koma pok­um á aðra. en mitt inni­lega svar er að það er til­gangs­laust. Þið eigið að hugsa um framtíðina, byggja upp betra land og tryggja að þetta ger­ist ekki aft­ur.“

Þegar Svandís Svavars­dótt­ir ýjaði að því að hann ætti kannski að taka ábyrgð á gjörðum sín­um sagði Ólaf­ur að hann teldi sig ekki hafa gert neitt rangt. Þegar Lilja Al­freðsdótt­ir bað hann að svara í ein­lægni hvort um blekk­ingu hefði verið að ræða í viðskipt­un­um sagðist Ólaf­ur hafa verið ein­læg­ur í svör­um sín­um.

Nefnd­ar­menn munu nú meta það hvort upp­lýs­ing­arn­ar á fund­in­um hafi ein­hver áhrif á fram­vindu mála og hvaða ákv­arðanir verði tekn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka