„Ég var gerður að spunameistara“

Fund­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar hófst á fram­sögu Ólafs Ólafs­son­ar þar sem hann gerði grein fyr­ir máli sínu og því sem hann seg­ir vera nýj­ar upp­lýs­ing­ar. Ólaf­ur kom á fund­inn að eig­in ósk.

„Ég skil að fólk hafi kom­ist í upp­nám vegna skýrsl­unn­ar þar sem ég var gerður að spuna­meist­ara allra stærstu blekk­ing­ar síðustu ára­tuga. En ég bið fólk um að setja sig í þau spor að það er verið að fjalla um fimmtán ára gam­alt mál,“ sagði Ólaf­ur í upp­hafi fram­sög­unn­ar. Hann sagðist því ekki geta munað allt sem gerðist á þess­um tíma.

Þá minnt­ist Ólaf­ur á gagnapakk­ann, um 100 blaðsíður sem hann sendi nefnd­inni seint í gær. „Ég er sá sem hef­ur verið gagrýnd­ur hvað harðast í skýrsl­unni, ég biðst for­láts á að hafa sent ykk­ur all­an þenn­an gagnapakka.“

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­sögumaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að gögn­in séu að mestu leyti gögn sem voru op­in­ber og nefnd­inni aðgengi­leg. Allt gögn sem nefnd­in hafi séð áður og því ekki ný af nál­inni. „Ég átti von á þvi að ég fengi önn­ur gögn sem myndu varpa skýr­ara ljósi á at­b­urðarrás­ina.“

 Jón Stein­dór seg­ir að í gagnapakk­an­um séu sex ný skjöl. Þar á meðal tölvu­póst­ur til starfs­manns einka­væðinga­nefnd­ar frá hags­munaðila í mál­inu, þar sem hann er spurður hvort hann geti staðfest ákveðin atriði sem komu fram á fundi fyr­ir 14 árum. Hann spyr hvort hægt sé að treysta á minni þess manns. Þá voru þar skjöl á ensku og frönsku sem Jón Stein­dór gat ekki séð að hefðu nokkra þýðingu fyr­ir málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka