Styttist í að Ólafur mæti fyrir nefndina

Ólafur mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 15:15.
Ólafur mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 15:15. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Ólafs­son, kennd­ur við Sam­skip, mæt­ir á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is klukk­an 15:15, þar sem hann hyggst kynna nýj­ar upp­lýs­ing­ar varðandi aðkomu þýska bank­ans Hauck og Auf­hauser á kaup­um í 45,8 pró­senta eign­ar­hluta rík­is­ins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða á tæp­um helm­ings­hlut í bank­an­um. En rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is komst að þeirri niður­stöðu að stjórn­völd, fjöl­miðlar og al­menn­ing­ur hefðu verið blekkt í aðdrag­anda og kjöl­far söl­unn­ar. Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar var kynnt í skýrslu sem var var birt í lok mars á þessu ári. Fund­ur­inn mun hefjast á 10 til 15 mín­útna yf­ir­lýs­ingu frá Ólafi en svo mun hann svara spurn­ing­um nefnd­ar­manna. Fund­ur­inn er op­inn fjöl­miðlum og mun mbl.is flytja frétt­ir beint af fund­in­um og greina ít­ar­lega frá því sem þar fer fram.

 „Leyni­fé­lag“ enn til 

Þátt­taka þýska bank­ans í kaup­un­um var í raun aldrei annað en yf­ir­varp, eða til mála­mynda. Ítar­leg gögn sýndu fram á það með óyggj­andi hætti að Hauck & Auf­häuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bourg og hóp­ur manna sem vann fyr­ir og í þágu Ólafs Ólafs­son­ar fjár­fest­is notuðu leyni­lega samn­inga til að fela raun­veru­legt eign­ar­hald þess hlut­ar sem Hauck & Auf­häuser átti í orði kveðnu.

Raun­veru­leg­ur eig­andi hlut­ar­ins var af­l­ands­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tor­tóla á Bresku Jóm­frúa­eyj­um. Með fjölda leyni­legra samn­inga og milli­færsl­um á fjár­mun­um, meðal ann­ars frá Kaupþingi hf. inn á banka­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­an­um tryggt skaðleysi af viðskipt­un­um með hluti í Búnaðarbank­an­um.

Hluta­bréf­in, sem þýski bank­inn keypti að nafn­inu til, voru síðar seld með millj­arða króna hagnaði sem varð eft­ir á banka­reikn­ingi af­l­ands­fé­lags­ins Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser. Hagnaður­inn var greidd­ur út snemma árs 2006. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar fékk af­l­ands­fé­lagið Mar­ine Choice Lim­ited, sem var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, rúm­lega helm­ing hagnaðar­ins. Tæp­ur helm­ing­ur fór hins veg­ar til fé­lags­ins Dek­hill Advisors Ltd. en litar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar fund­ust um eign­ar­hald þess fé­lags. Þá vildi eng­inn þeirra sem nefnd­in spurði um fé­lagið kann­ast við til­vist þess. En fyr­ir utan Ólaf voru bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir, oft kennd­ir við Bakka­vör, spurðir út í fé­lagið ásamt þeim Guðmundi Hjalta­syni, Hreiðari Má Sig­urðssyni, Sig­urði Ein­ars­syni, Stein­grími Kára­syni, Bjarka Diego, Magnúsi Guðmunds­syni og Krist­ínu Pét­urs­dótt­ur. 

Nú hef­ur komið í ljós að um­rætt fé­lag virðist enn vera til, ef marka má upp­lýs­ing­ar úr gögn­um sem bæði Kjarn­inn og Rúv hafa und­ir hönd­um, og greindu frá í gær. Raun­veru­leg­ir eig­end­ur fé­lags­ins ættu að vera á skrá hjá Ju­lius Bäer-bank­an­um í Sviss. Þrátt fyr­ir banka­leynd þar í landi er ekki úti­lokað að ís­lensk yf­ir­völd geti fengið upp­lýs­ing­ar um eign­ar­haldið.

Seg­ist hafa ný gögn

Ólaf­ur óskaði eft­ir því við stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd að fá að koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi og upp­lýs­ing­um er málið varða í byrj­un apríl. Sú ákvörðun nefnd­ar­inn­ar að fá Ólaf á sinn fund bygg­ist á því að hann hafi gefið út að hann búi yfir nýj­um upp­lýs­ing­um um málið. En áður hafði komið fram að hann kæmi ekki fyr­ir nefnd­ina nema að nýj­ar upp­lýs­ing­ar kæmu fram.

Ólaf­ur sagðist fyrr í vor ekki hafa getað haldið uppi vörn­um þegar fjöl­miðlaum­fjöll­un um niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar stóð sem hæst. Hon­um fannst nauðsyn­legt að gefa sér ráðrúm til að rýna í það sem kom fram í skýrsl­unni.

Í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér sagði hann meðal ann­ars: “Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæp­lega fimmtán ára gam­alt mál. Síðan skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar kom út hef ég farið yfir öll aðgengi­leg gögn er tengj­ast mál­inu. Ég tel mik­il­vægt að kasta ljósi á þær nýju upp­lýs­ing­ar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niður­stöður eru dregn­ar af í rann­sókn­ar­skýrsl­unni.” 

Af­henti 100 blaðsíður af gögn­um

Síðdeg­is í gær af­henti Ólaf­ur nefnd­inni svo gögn, sem reynd­ust nokk­ur hundruð blaðsíður, sem hann hyggst kynna á fund­in­um í dag. Höfðu nefnd­ar­menn því aðeins sól­ar­hring til að kynna sér gögn­in. Af hverju Ólaf­ur lagði um­rædd gögn ekki fram á fyrri stig­um máls­ins er óljóst. Rann­sókn­ar­nefnd­in óskaði meðal ann­ars eft­ir því á sín­um tíma að Ólaf­ur gæfi skýrslu, en hann varð ekki við því fyrr en úr­sk­urðað hafði verið um það fyr­ir Hæsta­rétti að hann gæti ekki skor­ast und­an skýrslu­töku. Hann hef­ur gagn­rýnt vinnu­brögð nefnd­ar­inn­ar, meðal ann­ars sagt að um póli­tískt leik­rit sé að ræða sem hann frá­biðji sér að taka þátt í. Þá full­yrti Ólaf­ur í framb­urði sín­um að eft­ir því sem hann best vissi hafi all­ar þær upp­lýs­ing­ar sem ís­lenska rík­inu hafi verið kynnt­ar, sem og fjöl­miðlum, varðandi aðkomu Hauck & Auf­hauser, hafi verið rétt­ar og ná­kvæm­ar.

Það var í júní á síðasta ári sem Alþingi samþykkti þings­álykt­un­ar­til­lögu um að aðkoma þýska bank­ans skyldi rann­sökuð af sér­stakri rann­sókn­ar­nefnd sem myndi hafa víðtæk­ar heim­ild­ir til að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um. Kjart­an Bjarni Björg­vins­son, hér­aðs­dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, stýrði rann­sókn­inni sem lauk snemma á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka