„Þegar staðreyndir eyðileggja frétt“

Ólafur segir stundum sagt að ekki megi láta sannleikann eyðileggja …
Ólafur segir stundum sagt að ekki megi láta sannleikann eyðileggja góða sögu. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Ólafs­son seg­ir að álykt­un rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um sölu á Búnaðarbank­an­um, að hann hafi blekkt ís­lenska ríkið í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða, í kaup­um á tæp­lega 50 pró­senta hlut í Búnaðarbanka Íslands, ranga og að hún stand­ist enga skoðun. Sú niðurstaða nefnd­ar­inn­ar sé tengd þeirri álykt­un að þátt­taka er­lendr­ar fjár­mála­stofn­un­ar hafi verið grund­vallar­for­senda fyr­ir sölu á hluta­bréf­un­um. Sú álykt­un sé hins veg­ar einnig röng.

Ólaf­ur seg­ir að at­b­urðarrás sem rak­in er í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar vissu­lega studda af gögn­um, en þau hafi hins veg­ar verið val­in þannig þau hentuðu sög­unni sem átti að segja. „Sagt er að ekki megi láta sann­leik­ann eyðileggja góða sögu og all­ir blaða- og frétta­menn þekkja svekk­elsið þegar staðreynd­ir eyðileggja frétt sem þeir eru með í hönd­un­um.“ 

„Plús fyr­ir er­lenda pen­inga“

Ólaf­ur rek­ur svo at­b­urðarrás­ina eins og hann vill meina að hún hafi verið. „Grund­vall­ar­atriði hvað þetta varðar er fund­ur sem S-hóp­ur­inn átti með einka­væðing­ar­nefnd 28. ág­úst 2002. Þar spurði ég Ólaf Davíðsson, formann einka­væðing­ar­nefnd­ar og ráðuneyt­is­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyti Davíðs Odd­son­ar, að því hvort það hefði áhrif ef er­lend fjár­mála­stofn­un kæmi að kaup­un­um sem ráðgjafi eða meðfjár­fest­ir. Ólaf­ur svaraði því neit­andi, svo væri ekki.“ Í fund­ar­gerð frá um­rædd­um fundi seg­ir hins veg­ar líka að Ólaf­ur Davíðsson hafi sagt að „frek­ar væri gef­inn plús fyr­ir er­lenda pen­inga.“ Það átti því ekki að hafa áhrif á kaup­in ef skip­an hóps­ins breytt­ist þannig að er­lend­ir fjár­fest­ar kæmu inn. Hins veg­ar væri „plús fyr­ir er­lenda pen­inga“.

Ólaf­ur vill meina að í álykt­un­ar­kafla skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar hafi þess­ari staðreynd hins veg­ar verið snúið á hvolf, en þar seg­ir: „Af fund­ar­gerð fram­kvæmda­nefnd­ar um einka­væðingu 28. ág­úst 2002 má einnig ráða að for­svars­menn S-hóps­ins hafi þá vakið máls á þessu atriði með því að upp­lýsa að „tveir er­lend­ir bank­ar hefðu sýnt áhuga á að koma að mál­inu sem ráðgjaf­ar eða fjár­fest­ar” og fengið það já­kvæða svar frá for­manni nefnd­ar­inn­ar að frem­ur en hitt væri gef­inn „plús fyr­ir er­lenda pen­inga.““ Tek­ur Ólaf­ur upp úr skýrsl­unni.

„Hvað varðar er­lenda pen­inga, þá árétta ég að kaup­verð í viðskipt­un­um var að uppistöðu til í er­lendri mynt, þ.e. Banda­ríkja­doll­ur­um. Þarna er sem sagt grund­vall­arstaðreynd­inni um for­send­ur einka­væðing­ar­nefnd­ar hvað varðar þýðingu er­lendr­ar þátt­töku snúið al­ger­lega á hvolf með því að segja nei­kvætt svar já­kvætt.“

Ekki hirt um mat HSBC

Þá bend­ir Ólaf­ur á að skýrslu­höf­und­ur hafi ekki hirt um að koma því til að skila að hæfi S-hóps­ins hafi verið metið af HSBC bank­an­um, sem var í hlut­verki ráðgjafa ís­lenska rík­is­ins, en S-hóp­ur­inn var með hæsta boðið og kom bet­ur út úr mat­inu þrátt fyr­ir að tekið hafi verið til­lit til óvissu um aðkomu er­lendr­ar fjár­mála­stofn­un­ar. Ólaf­ur legg­ur fram mat bank­ans í grein­ar­gerð sinni. „þarna kem­ur skýrt fram að það var óvissa um hvort það yrði af ein­hverri er­lendri þátt­töku, sem sýn­ir glöggt að stjórn­völd voru rétti­lega upp­lýst af S-hópn­um um að er­lend þátt­taka var ekki á hreinu.“

Þá tel­ur Ólaf­ur að hann sýni fram á það með óyggj­andi hætti í er­indi sínu að aðkoma þýska bank­ans Hauck & Auf­hauser hafi verið raun­veru­leg og ekki til mála­mynda. Hann tel­ur upp nokk­ur atriði sem skipta máli í því sam­hengi:

  • Hauck & Auf­hauser var hlut­hafi í Eglu hf.
  • Bank­inn skráði sig fyr­ir og greiddi inn allt sitt hluta­fé.
  • Bank­inn skipaði sína menn í stjórn, m.a. sat banka­stjór­inn Peter Gatti í stjórn Eglu hf. fyr­ir hönd bank­ans.
  • Bank­inn tók þátt í ákv­arðana­tök­um og störf­um Eglu.
  • Sem hlut­hafi í Eglu hf, bar þýski bank­inn sem slík­ur rétt­indi og skyld­ur sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um gagn­vart Eglu hf.
  • Hann átti rétt til arðs, fór með at­kvæðis­rétt í sam­ræmi við hluta­fjár­eign sína og greiddi fyr­ir hluta­fé sitt eins og áður sagði. Hann var þannig raun­veru­leg­ur og rétt­ur hlut­hafi í Eglu hf.

Samn­ing­ar bank­ans rík­inu óviðkom­andi

Ólaf­ur seg­ir það hins veg­ar allt annað mál, sem megi ekki rugla sam­an við þetta, að þýski bank­inn hafi gert samn­inga við Kaupþing, um fjár­mögn­un, tak­mörk­un á hættu og fleira. „Þeir samn­ing­ar sem voru rík­inu óviðkom­andi og vörðuðu ekki hags­muni þess, enda fékk það allt sitt greitt og staðið var við öll skil­yrði kaup­samn­ings. Það var gagn­kvæm­ur vilji hjá Hauck & Auf­hauser og Kaupþingi að eiga viðskipti sín í milli. Öll sam­skipti á milli Kaupþings og Hauck & Auf­häuser voru bein og milliliðalaus. Þeir gengu sjálf­ir frá samn­ing­um sín á milli.

Samn­ing­ar sem þeir gerðu voru al­farið á þeirra ábyrgð og ég hafði hvorki lesið þá né séð, fyrr en núna, í rann­sókn­ar­skýrsl­unni. Ég vissi hins veg­ar að þeir höfðu gert með sér samn­inga og hvert var meg­in inn­tak þeirra samn­inga. Hafi eitt­hvað verið í þess­um samn­ing­um, sem ég fæ reynd­ar ekki séð, sem þeir áttu að upp­lýsa um, þá var það al­farið á þeirra ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka