„Hef verið kjöldreginn í opinberri umræðu“

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. Ljósmynd/Úr myndskeiðinu

Ólaf­ur Ólafs­son hef­ur birt mynd­band af fram­sögu sem hann hef­ur und­ir­búið fyr­ir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í dag, þar sem sal­an á Búnaðarbank­an­um verður rædd. Ólaf­ur er ósátt­ur við að hann fái aðeins 10-15 mín­út­ur til að fara yfir sína hlið í upp­hafi fund­ar­ins. Mynd­skeiðið er hins veg­ar 50 mín­út­ur.

Ólaf­ur, sem óskaði eft­ir því að fá fund með nefnd­inni 3. apríl, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem hann hef­ur sent frá sér, að í sam­skipt­um sín­um við nefnd­ina hafi hann gert ráð fyr­ir að fá rúm­an tíma til að gera nefnd­ar­mönn­um og al­menn­ingi öll­um ít­ar­lega grein fyr­ir mik­il­væg­um atriðum sem fjallað var um í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. 

Ólaf­ur seg­ir hon­um hafi verið tjáð seint í gær nefnd­in þyrfti að tak­marka tíma hans við 10-15 mín­út­ur. Ólaf­ur virðir ákvörðun nefnd­ar­manna og hef­ur sent nefnd­inni bréf til upp­lýs­ing­ar um að fram­sag­an í heild sé birt fyr­ir fund­inn. Þeir, sem og al­menn­ing­ur, hafi þá kost á að kynna sér vel þau efn­is­atriði sem hann hefði viljað koma bet­ur á fram­færi fyr­ir nefnd­inni. Hann seg­ir í mynd­skeiðinu að það sé óhugs­andi að koma sinni hlið á fram­færi á 10-15 mín­út­um.

Í mynd­skeiðinu seg­ir Ólaf­ur m.a. að þrátt fyr­ir ít­rekaðar beiðnir hafi hann ekki fengið nein gögn frá rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is sem rann­sakaði aðkomu er­lends banka að sölu Búnaðarbank­ans í árs­byrj­un 2003. Hann tek­ur fram að það sé erfitt að muna allt af mik­illi ná­kvæmni sem gerðist fyr­ir 15 árum. 

Skil­ur að fólk komst í upp­nám

„Ég get skilið að fólk komst í upp­nám eft­ir að skýrsl­an var kynnt. Enda hef ég verið kjöl­dreg­inn í op­in­berri umræðu. Lýs­ing á aðkomu minni í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar ger­ir mig að aðalleik­ara í því sem við köll­um blekk­ing­ar­leik­ur þar sem rík­is­stjórn og al­menn­ing­ur eru sögð fórn­ar­lömb. Reiðin sem reis upp í kjöl­farið, og marg­ir skynjuðu, er skilj­an­leg í því ljósi, enda flétt­ast inn í þessa um­fjöll­un mikl­ar til­finn­ing­ar fólks. Ég geri ekki lítið úr þess­um til­finn­ing­um og gagn­rýni þær ekki, og alls ekki þau viðbrögð,“ seg­ir Ólaf­ur.

Hann bæt­ir við að frá­sögn rann­sókn­ar­nefnd­ar um söl­una á Búnaðarbank­an­um sé mjög ein­hliða. Frá­sögn­in sé studd gögn­um sem séu val­in þannig að þau hentuðu sög­unni sem átti að segja.

Í lok mynd­bands­ins seg­ist Ólaf­ur hafa sýnt fram á að aðkoma er­lends fjár­mála­fyr­ir­tæk­is hafi ekki verið grund­vallar­for­senda fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut­bréf­um í Búnaðarbank­an­um. Þýski bank­inn hafi verið raun­veru­leg­ur og lög­form­leg­ur eig­andi í Eglu sem keypti auk annarra hluta­bréf í Búnaðarbank­an­um.

„Póli­tísk íhlut­un í ferl­inu hafði áhrif á at­b­urðarás­ina og ákv­arðanir þátt­tak­enda.“

Hann seg­ir að staðið hafi verið við alla samn­inga við ríkið og upp­lýst um öll atriði sem spurt hafi verið um. Ríkið hafi hvorki verið blekkt né verra sett með aðkomu þýska bank­ans. 

Hér má lesa er­indið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka