Hreiðar Már kannast ekki við Dekhill

Hreiðar Már ítrekar að hann þekki ekki til félagsins Dekhill …
Hreiðar Már ítrekar að hann þekki ekki til félagsins Dekhill Advisors og að hann hafi ekki heyrt á það minnst fyrr en í bréfi rannsóknarnefndar Alþingis. Ómar Óskarsson

Hreiðar Már Sig­urðsson tel­ur sig geta full­yrt að hann hafi ekki heyrt minnst á fé­lagið Dek­hill Advisors Lim­ited, fyrr en í bréfi rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is sem hann fékk í mars á þessu ári. Þar var hann spurður út í viðskipti með 45,8 pró­senta hlut í Búnaðarbanka Íslands, sem S-hóp­ur­inn keypti árið 2002. Hann var aðstoðarfor­stjóri Kaupþings á þeim tíma. Þetta kem­ur fram í svari hans við fyr­ir­spurn mbl.is, en þar vís­ar hann til svar­bréfs síns til rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Í svar­bréf­inu tek­ur hann þó fram að hann svari eft­ir besta minni, enda sé um lánaviðskipti að ræða sem áttu sér stað fyr­ir 14 árum. Hann vill ekki tjá sig frek­ar um málið. Dek­hill fékk helm­ings­hlut hagnaðar af sölu bréfa í Búnaðarbank­an­um.

Í viðtali í Kast­ljósi í síðustu viku vísaði Ólaf­ur Ólafs­son fjár­fest­ir, sem fór fyr­ir S-hópn­um, á stjórn­end­ur Kaupþings og þýska bank­ans Hauk & Auf­häuser, til að upp­lýsa um hver hefði fengið hinn helm­ing­inn af hagnaðinum af flétt­unni í tengsl­um við kaup­in. Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins á Búnaðarbank­an­um, en þýski bank­inn átti helm­ings­hlut í Eglu til skamms tíma.

Óljóst hver fékk millj­arða

Hluta­bréf­in sem þýski bank­inn keypti í Búnaðarbank­an­um voru síðar seld með millj­arða króna hagnaði sem varð eft­ir á banka­reikn­ingi af­l­ands­fé­lags­ins Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser. Hagnaður­inn var greidd­ur út snemma árs 2006. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar fékk af­l­ands­fé­lagið Mar­ine Choice Lim­ited, sem var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, rúm­lega helm­ing hagnaðar­ins. Tæp­ur helm­ing­ur fór hins veg­ar til fé­lags­ins Dek­hill Advisors 

Ólaf­ur hef­ur þver­tekið fyr­ir að kann­ast við Dek­hill og sagði í viðtal­inu í Kast­ljósi að hann hefði samið við Kaupþing um skipt­ingu á hagnaðnum af um­ræddri fléttu. Hann fékk um 4 millj­arða í sinn hlut en Dek­hill mun hafa fengið annað eins. Ólaf­ur sagði stjórn­end­ur Kaupþings verða að svara því við hverja þeir sömdu.

Ólafur vísar á stjórnendur Kaupþings til að upplýsa um hver …
Ólaf­ur vís­ar á stjórn­end­ur Kaupþings til að upp­lýsa um hver fékk helm­ings hlut af sölu­hagnaði bréfa í Búnaðarbank­an­um. mbl.is/​Golli

Kaupþing Lánaði Well­ing & Partners fé á þess­um tíma en Hreiðar seg­ir í bréfi sínu til rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar að hann hafi ekki munað eft­ir aðkomu bank­ans að lánaviðskipt­un­um þegar hann kom í skýrslu­töku hjá nefnd­inni. Hann tel­ur þó að lánið hafi að fullu verið greitt með vöxt­um og þókn­un­um. Aðkoma Kaupþings að viðskipt­un­um hafi því verið að fullu lög­mæt og eðli­leg. Þá seg­ist Hreiðar Már ekki hafa notið fjár­hags­leg ávinn­ings af um­rædd­um viðskipt­um.

Það er því enn á huldu hver er eig­andi Dek­hill Advisors og hver fékk hinn helm­ing hagnaðar­ins af söl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka