Undirbúa breikkun Vesturlandsvegar

Kjalnesingar fjölmenntu í félagsheimilið Fólkvang þegar deiliskipulagsvinnan var kynnt í …
Kjalnesingar fjölmenntu í félagsheimilið Fólkvang þegar deiliskipulagsvinnan var kynnt í síðustu viku. Ljósmynd/Valtýr Þórisson

Í vinnslu er nýtt deiliskipulag fyrir Hringveginn (1) um Vesturlandsveg frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða u.þ.b. 14 kílómetra kafla.

Tildrög verkefnisins eru að Vegagerðin hyggur á næstu árum á framkvæmdir á um 9 km kafla fyrir 2+1 veg frá Hvalfjarðargöngum að Kollafirði í núverandi vegastæði.

Verkefnið var kynnt heimamönnum á fjölsóttum fundi í Fólkvangi á Kjalarnesi á fimmtudaginn var. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að ekki liggur fyrir hvenær ráðist verður í þessa vegaframkvæmd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert