„Ég er bara stuðningsmaður Sigmundar“

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur enga aðkomu að framboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Frá því var greint í gær að Björn Ingi væri genginn til liðs við Miðflokkinn. Í samtali við mbl.is segir Björn Ingi að hann hafi ekki beina aðkomu að stofnun eða framboði þess flokks.

„Ég er bara stuðningsmaður Sigmundar Davíðs, eins og svo margir aðrir” segir Björn Ingi. Sigmundur sagði á Facebook-síðu sinni í gær að engir flokkar eða hreyfingar myndu ganga til liðs við Miðflokkinn, hann byði fram á eigin forsendum.

Björn Ingi segir að hann hafi beint þeim hópi fólks sem standi að baki Samvinnuflokknum í átt til Sigmundar og áréttar að hann sé hvorki á leið í framboð né kosningastjórn yfir höfuð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka