Aukin framlög til vegakerfisins

mbl.is/Styrmir Kári

Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018.  

Framlagið nemur um 19,1 milljarði króna en stefnt er að því að ríflega 8 milljarðar af því fari til viðhalds vega.

Í fjárlögunum leggur ríkisstjórnin áherslu á að hraða uppbyggingu í vegamálum þannig að á árinu 2018 verði 1,5 milljörðum króna varið til viðbótar í framkvæmdir á vegum umfram það sem gert var ráð fyrir í frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.

Um er að ræða sjö framkvæmdir sem snúa fyrst og fremst að umferðaröryggismálum en einnig aðgerðum til að greiða úr umferð og minnka tafir.

Leggja á bundið slitlag á síðasta kafla vegarins yfir Fróðárheiði. Auka á umferðaröryggi með því að tvöfalda brýr við Kvíá og við Vatnsnesveg um Tjarnará.

Greiða á úr umferðartöfum með þremur framkvæmdum við Reykjanesbraut um Hafnarfjörð og með gerð hringtorgs við Esjumela á Vesturlandsvegi.

Alls verður rúmum 36 milljörðum króna varið til samgöngumála samkvæmt fjárlögunum.

Framlagið hækkar um tæpa 2,5 milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert