Hafa sinnt um 40 verkefnum

Hjólhýsi fauk á hliðina við Bústaðaveg í morgun.
Hjólhýsi fauk á hliðina við Bústaðaveg í morgun. mbl.is/Eyrún

Björgunarsveitir á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa sinnt tæplega 40 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu síðan óveðrið skall á í nótt.

„Upp úr klukkan níu var byrjað að senda hópa til baka. Þetta virðist vera að ganga niður núna,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Hann segir að lítið hafi verið um ný verkefni fyrir björgunarsveitirnar undanfarinn einn og hálfan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka