Nokkrir fluttir á sjúkrahús

Frá eldsvoðanum í Mosfellsbæ í nótt.
Frá eldsvoðanum í Mosfellsbæ í nótt. Ljósmynd Sumarliði Gunnar Halldórsson

Tveir eldsvoðar komu til kasta slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er enn unnið að slökkvistarfi í Mosfellsbæ. Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús, bæði fólk sem var inni í einbýlishúsi sem kviknaði í þar og í íbúð í Grafarvogi.

Mjög mikill eldur var í einbýlishúsinu í Mosfellsbæ og er slökkviliðið enn að störfum en mjög hvasst er á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn kom upp aðeins fyrr í Grafarvogi og bættust þeir slökkviliðsmenn sem þangað fóru í hópinn sem sinnir slökkvistarfi í Mosfellsbæ þegar búið var að slökkva í Grafarvoginum.

Ekki er hægt að greina nánar frá atvikum að svo stöddu.

mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka