Hvassviðrið færir sig austur yfir landið

Óveðrið færist nú austur og norður yfir landið.
Óveðrið færist nú austur og norður yfir landið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvassviðrið sem fór yfir suðvesturhornið í kvöld hefur nú fært sig bæði norður og aust­ur og áfram verður hvasst á Suðaustur- og Austurlandi í kvöld og nótt.

135 manns sinntu sam­tals 23 verk­efnum á Suðvesturlandi á meðan óveðrið gekk yfir á milli fjög­ur og sjö í kvöld. Ekki fóru all­ir út úr húsi því verk­efn­in voru minni og færri en bú­ist hafði verið við.

Frétt mbl.is: Björgunarsveitir sinntu 23 verkefnum

Stormurinn gengur nú yfir Norður- og Austurland og mun mesta veðurhæðin standa í yfir þrjár til fjórar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Veðrinu fylgir mikil rigning á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Varað hefur verið við vexti í ám og vötnum og er hætta á grjóthruni á Austfjörðum. Vegfarendur eru því beðnir um að fara varlega.

Frétt mbl.is: Hætta á grjóthruni á Austfjörðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka