Tjónum ekki fjölgað og fólk gerir ráðstafanir

Það getur verið erfitt að fóta sig í stormi.
Það getur verið erfitt að fóta sig í stormi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum ekki fengið margar tilkynningar vegna óveðurs,“ segir Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá. Á þessu ári hefur verið tilkynnt um alls 15 tjón vegna óveðurs til tryggingafyrirtækisins. Tjónin eru óveruleg og eru einkum á ökutækjum, fasteignum og ýmis tjón vegna lausamuna. 

„Talsverð vakning hefur orðið og fólk stendur sig almennt vel, fylgist með veðurspám, hlustar eftir viðvörunum og gerir ráðstafanir,“ segir Sigurjón.

Hann bendir á að í samfélaginu nú séu meiri umsvif en síðustu ár og vísar til fleiri byggingasvæða en voru til dæmis fyrir hrun. Í því ljósi hefur tjónunum ekki fækkað þrátt fyrir að borgarar séu almennt betur og meira vakandi þegar stormviðvaranir eru gefnar út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka