Hellisheiði og Þrengsli ófær

Vegagerðin

Vegagerðin hætti fylgdarakstri um Suðurlandsveg um miðnætti sem snjóruðningstæki sinntu með hléum í gærkvöldi. Hellisheiði er ófær og eins Þrengsli.

Lokun á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Sandskeið mun því verða áfram sem og lokun á Þrengslavegi og er ráðgert að reyna að opna vegina þegar veðrið verður gengið yfir, samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi frá því í nótt. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er ekki búið að opna vegina og sinna björgunarsveitir lokunum í umboði lögreglu og Vegagerðarinnar.

Suðurstrandavegur er opinn. Samkvæmt korti á vef Vegagerðarinnar er hálka þar.

Lögregla biður vegfarendur um að virða lokanir lögreglu og Vegagerðarinnar. 

Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður en væntanlega verður hægt að opna hann fljótlega eftir að mokstur hefst. 

Á Vestfjörðum er ófært um Hjallaháls og Klettsháls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka