Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

mbl.is/Eggert

Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi. 

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu, staðfesti þetta en gat ekkert tjáð sig meira um málið.

Mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. janúar. 

Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að inn­flutn­ingi á tölu­verðu magni af fíkni­efn­um til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert