Segir menn á villigötum

Myndin er af Facebook síðu hópsins Björgum Sundhöll Keflavíkur frá …
Myndin er af Facebook síðu hópsins Björgum Sundhöll Keflavíkur frá 2018.

„Guðjón Samúelsson undirritar þessar teikningar ásamt Bárði Ísleifssyni sem starfaði fyrir hann hjá embætti húsameistara ríkisins. Guðjón var húsameistari ríkisins á þessum tíma og Sundhöll Keflavíkur er óyggjandi hans verk.“

Þetta segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sérfræðingur hjá Minjastofnun Íslands, í Morgunblaðinu í dag. Hann telur að menn séu á villigötum með að álykta að hringlaga gluggar á Sundhöll Keflavíkur skeri úr um það hvort byggingin sé verk Guðjóns eða ekki.

Er hann þá að vísa til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær, þar sem að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, dregur í efa að byggingin sé eftir Guðjón, m.a. vegna hringlaga glugga sem eigi að hafa verið einkenni í stíl Bárðar. Bendir hann m.a. á að hringlaga glugga sé einnig að finna á Sundhöllinni í Reykjavík, en þegar hún var teiknuð var Bárður ekki í vinnu hjá húsameistara ríkisins. Algengt sé að aðstoðararkitektar sem vinna grunnvinnu meðundirriti teikningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka