„Guðjón Samúelsson undirritar þessar teikningar ásamt Bárði Ísleifssyni sem starfaði fyrir hann hjá embætti húsameistara ríkisins. Guðjón var húsameistari ríkisins á þessum tíma og Sundhöll Keflavíkur er óyggjandi hans verk.“
Þetta segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sérfræðingur hjá Minjastofnun Íslands, í Morgunblaðinu í dag. Hann telur að menn séu á villigötum með að álykta að hringlaga gluggar á Sundhöll Keflavíkur skeri úr um það hvort byggingin sé verk Guðjóns eða ekki.
Er hann þá að vísa til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær, þar sem að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, dregur í efa að byggingin sé eftir Guðjón, m.a. vegna hringlaga glugga sem eigi að hafa verið einkenni í stíl Bárðar. Bendir hann m.a. á að hringlaga glugga sé einnig að finna á Sundhöllinni í Reykjavík, en þegar hún var teiknuð var Bárður ekki í vinnu hjá húsameistara ríkisins. Algengt sé að aðstoðararkitektar sem vinna grunnvinnu meðundirriti teikningar.