„Þetta er sagan okkar“

„Meira að segja Grindvíkingar sem búa lengst í burtu lærðu sund í þessari sundlaug,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson um Sundhöll Keflavíkur sem fólk berst nú fyrir að bjarga. „Þetta er sundlaug allra Suðurnesjamanna. Þetta er sagan okkar.“ mbl.is kíkti á Sundhöllina í dag þar sem nú eru iðkaðir hnefaleikar.  

Í myndskeiðinu er rætt við Bjarka Þór sem er mikill áhugamaður um íslenskan arkitektúr, Margréti Sturlaugsdóttur sem vann í Sundhöllinni á árunum 1987-91 og Ragnheiði Elínu Árnadóttur en hún stofnaði Facebook-hópinn: Björgum Sundhöll Keflavíkur sem hefur vaxið mikið á þeirri tæpu viku sem hann hefur verið virkur og nú eru fleiri en 1100 manns í hópnum.

Fyrst var Sundhöllin tekin í notkun árið 1939 sem útilaug en það var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði yfirbygginguna sem opnaði árið 1950. Húsið var tekið úr notkun árið 2006 og er farið að láta á sjá en það var selt á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert