„Þurfum að fara yfir allt“

„Við mun meta hvernig upphaflega bréfið kom inn og hvort …
„Við mun meta hvernig upphaflega bréfið kom inn og hvort að okkar fyrstu viðbrögð hafi verið rétt. Það virðist ekki vera og þá þurfum við að vega og meta hvers vegna það var ekki,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Lög­reglu­stjóri kann­ast ekki við að ít­rek­an­ir hafi borist lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í haust vegna kæru í garðs karl­manns á fimm­tugs­aldri sem úr­sk­urðaður var í gæslu­v­arðhald í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á meint­um kyn­ferðis­brot­um hans gegn börn­um. Maður­inn hef­ur um ára­tuga­skeið starfað með börn­um og ung­ling­um hjá Reykja­vík­ur­borg.

„Við erum ekki með upp­lýs­ing­ar um [ít­rek­an­irn­ar], en erum að fara yfir málið núna,“ seg­ir Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Spurð hvort að ekki fari fram grunnskoðun á þeim kær­um sem lög­reglu ber­ast seg­ir hún svo vera. „Það er alltaf farið í gegn­um málið og því for­gangsraðað,“ seg­ir Sig­ríður Björk og kveður fram­kvæmda svo­nefnda kæru­grein­ingu, en gagn­rýnt hef­ur verið að að rann­sókn hafi ekki haf­ist fyrr en í upp­hafi þessa árs þó að kær­an hafi borist lög­reglu í ág­úst á síðasta ári.

„Kær­an kem­ur inn í ág­úst, þá eru 7 ár liðin frá síðasta broti og það er stíf for­gangs­röðun hjá okk­ur.“

Þarf að meta viðbrögð við upp­haf­lega bréf­inu

„Við mun­um meta hvernig upp­haf­lega bréfið kom inn og hvort að okk­ar fyrstu viðbrögð hafi verið rétt. Það virðist ekki vera og þá þurf­um við að vega og meta hvers vegna það var ekki,“ seg­ir Sig­ríður Björk. „Var hægt að skilja bréfið ein­hvern veg­inn öðru­vísi? Við erum að fara yfir þetta og snúa öllu við.“

Mál­inu hafi verið út­hlutað og gerð rann­sókn­aráætl­un að lok­inni grunnskoðun, það hafi síðan ekki komið í ljós fyrr en haf­ist var handa við að rann­saka brotið í janú­ar að hinn meinti ger­andi var starfsmaður barna­vernd­ar. Sjálfri hafi sér fyrst verið kunn­ugt um málið 18. janú­ar sl.

„Þá er farið í þess­ar aðgerðir,“ seg­ir hún, en maður­inn var hand­tek­inn og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald í kjöl­far hús­leit­ar og barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um til­kynnt um málið.“ Ekki var endi­lega kraf­ist gæslu­v­arðhalds í mál­um sem þess­um á árum áður, en Sig­ríður Björk seg­ir það hafa breyst. „Alltaf þegar við tryggj­um rann­sókn­ar­hags­muni þá för­um við fram á gæslu­v­arðhald,“ seg­ir hún.

Sjálf líti hún málið mjög al­var­leg­um aug­um. „Og gerði strax 18. janú­ar þegar okk­ur barst vitn­eskja um það. Þá fór­um við strax af stað af full­um þunga.  Síðan höf­um við verið að skoða málið bæði hér inn­an­húss og með barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um.“

Fjöl­miðar hafa í dag greint frá því að maður­inn hafi áður verið kærður fyr­ir kyn­ferðis­brot gagn­vart barni. Þá hef­ur mbl.is það einnig eft­ir heim­ild­um að maður­inn hafi árið 2008 verið til­kynnt­ur til Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur og Fé­lagsþjón­ust­unn­ar vegna gruns um að hafa brotið gegn börn­um.

Kyn­ferðismál­um er að fjölga

Lög­reglu­yf­ir­völd muni líka fara ít­ar­lega yfir sína verk­ferla í kjöl­far þess. „Við þurf­um að fara yfir allt. Við erum að gera greina­gerð í mál­inu, erum að snúa öllu við og þurf­um að tak­marka tjónið eins og hægt er,“ seg­ir hún. „Við för­um yfir alla ferla og þurf­um að skoða hvort það sé eitt­hvað að þeim núna. Við sjá­um það ekki akkúrat núna en get­ur al­veg verið að það verði niðurstaðan.“ Farið sé eft­ir ný­leg­um ferl­um í svona mál­um, þó að vissu­lega sé enda­laust verið að for­gangsraða.

„Við höf­um sett tal­vert meira fé og meiri mann­skap  inn í þenn­an mála­flokk og tekið út önn­ur verk­efni sem voru í deild­inni,“ út­skýr­ir Sig­ríður Björk nefn­ir sem dæmi að áður hafi deild­in einnig rann­sakað al­var­leg of­beld­is­brot, t.d. mann­dráp, „og  þau voru fjög­ur á síðasta ári. Engu að síður sé þörf á enn meiri mann­skap.

Dóms­málaráðuneytið hafi lýst því yfir að það ætli að styrkja mála­flokk­inn. „Ráðherr­ann hef­ur ít­rekað lýst því yfir, þannig að ég á von á að það muni ger­ast,“ seg­ir hún. „Þess­um mál­um er að fjölga, m.a. með til­komu Bjarka­hlíðar þar sem við von­umst til að ná til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu og sem koma þá kannski ekki til lög­regl­unn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert