Stuðningsfulltrúinn í fimm ára fangelsi

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur Már

Maður sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti í gær fyrir kynferðisbrot.

RÚV greinir frá þessu.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið gegn fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn þremur af þessum fimm.

Málið kom upp í janúar fyrir tveimur árum og vakti það mikla athygli. Maðurinn var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að kæra barst lögreglunni á hendur honum og gat hann unnið áfram óáreittur með börnum í millitíðinni.

Að sögn RÚV verður dómurinn birtur á vef Landsréttar á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert