Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum viðkomandi.
Maðurinn var færður fyrir dómara í dag en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 19. janúar.
Kæra var lögð fram á hendur manninum í ágúst á síðasta ári vegna kynferðisbrota sem hann á að hafa framið framið gegn dreng þegar hann var á aldrinum 8 til 14 ára. Maðurinn var stuðningsfulltrúi drengsins þegar meint brot voru framinn.
Málið var hins vegar ekki tekið til skoðunar hjá lögreglu fyrr en í desember, þá eftir ítrekaðar fyrirspurnir réttargæslumanns drengsins. Í janúar var maðurinn svo handtekinn og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samtals hafa nú borist átta kærur á hendur manninum fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum.