Má heita Sólúlfur en ekki Theo

Hvað má barnið heita? Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í …
Hvað má barnið heita? Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar mbl.is/Ómar Óskarsson

Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúlfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar.

Þá var beiðni um millinafnið Danske hafnað sökum þess það sé ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Líkt og fjallað var um á mbl.is og í Morgunblaðinu þá er nafnið Alex ekki samþykkt sem kvenmannsnafn. 

Lind ekki karlmannsnafn

Nafnið Lind má ekki nota sem karlmannsnafn. Í úrskurði nefndarinnar segir eiginnafnið Lind hafa sterka stöðu sem kvenmannsnafn hér á landi en lítil hefð sé fyrir nafninu sem karlmannsnafni. Það verði því eingöngu talið vera kvenmannsnafn samkvæmt mannanafnalögunum nr. 45/1996. 

Samkvæmt úrskurðum janúarmánaðar má því ekki heita: Zelda, Alex (sem kvenmannsnafn), Lind (sem karlmannsnafn), Theo, Danske (sem millinafn), Zion né Zelda. 

Nöfnin sem er samþykkt: Sólúlfur, Maríon og Bárðdal (sem millinafn). 

Mannanafnanefnd hefur sætt nokkurrar gagnrýni og í janúar var lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að nefndin verði lögð niður. Frumvarpið er nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Stöðu frumvarpsins má sjá hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert