Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Frá jarðskjálftavaktinni á Veðurstofu Íslands.
Frá jarðskjálftavaktinni á Veðurstofu Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins.

„Hrinan er ennþá í gangi, þótt það hafi örlítið hægt á henni. Það er alveg líklegt að það verði einhver eftirskjálftavirkni þarna áfram í nótt,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Þetta er mjög stór skjálftahrina og við fylgjumst náið með stöðunni áfram. Við vonum að það komi ekki stærri skjálfti í kjölfarið.“

Stærsti jarðskjálftinn til þessa í dag varð klukkan 5.38 af stærðinni 5,2.

Í framhaldinu mældust svo fjórir skjálftar sem voru á milli 4 og 4,5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert