Jarðskjálftahrinan „vonandi að deyja út“

Veðurstofa Íslands fylgist enn vel með svæðinu.
Veðurstofa Íslands fylgist enn vel með svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er vonandi bara að deyja út,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftahrinuna sem valdið hefur Grímseyingum ama undanfarna daga.

Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt.

Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist snemma á mánudagsmorgun og var hann 5,2 að stærð. Sá fannst vel víða um norðanvert landið, en þúsundir minni jarðskjálfta hafa riðið yfir á Tjörnesbrotabeltinu nær óslitið frá 14. febrúar.

Jarðskjálftahrinan hefur verið í gangi allt frá því í lok janúar. Þetta er mesta skjálftahrina á þessu svæði síðan í apríl 2013, þegar kröftug hrina varð í kjölfar skjálfta af stærðinni 5,5 á svipuðum slóðum.

Hildur María segir sérfræðinga Veðurstofunnar enn vera að vinna að því á fullu að staðsetja alla þá jarðskjálfta sem orðið hafa síðastliðna daga.

Dregið hefur úr tíðni jarðskjálfta í dag, en þó er …
Dregið hefur úr tíðni jarðskjálfta í dag, en þó er hrinan enn í gangi. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert