Mega fresta samræmdu prófi

Tæknin var að stríða nemendum sem tóku samræmd próf í …
Tæknin var að stríða nemendum sem tóku samræmd próf í morgun. Billi/Brynjar Gunnarsson

Skólastjórar hafa fengið leyfi til að fresta samræmdu könnunarprófi í íslensku sem nemendur í 9. bekk áttu að þreyta í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar.

Áður hafði komið fram að um 3000 af rúmlega 4000 nemendum gætu tekið prófið vandræðalaust en tæknileg vandamál voru þess valdandi að hinir gátu ekki tekið prófið.

Segir að netþjónn sem staðsettur er í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna og í ljósi þess hefur Menntamálastofnun ákveðið að heimilia þeim skólum sem vilja að fresta töku prófsins.

Þeir sem eru núna í prófi eru hvattir til að ljúka því. Ákveðið verður á næstu dögum hvenær prófið verður lagt fyrir aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert