Tæknin að stríða nemum í samræmdu prófi

Frá samræmdu prófi.
Frá samræmdu prófi. mbl.is/Eyþór Árnason

Nokkrir skóla eiga í erfiðleikum með að hefja samræmt könnunarpróf í íslensku en nemendur í 9. bekk þreyta prófið í dag. Samkvæmt vefsíðu Menntamálastofnunar virðist sem netþjónn standi ekki undir því mikla álagi sem er á kerfinu.

Þar kemur einnig fram að verið sé að vinna að lausn á málinu og skólar eru beðnir að sýna biðlund. Erfiðleikarnir eigi ekki að hafa áhrif á prófið, svör nemenda eða próftíma.

Rúmlega 4.300 nemendur í 141 grunnskóla þreyta samræmt próf í íslensku en í ár eru það nemendur í 9. bekk sem þreyta prófið en ekki 10. bekk eins og undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert