Farið yfir stöðuna í næstu viku

Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku …
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. mbl.is/Hari

Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara.

Ráðuneytið hefur jafnframt boðað til fundar með öllum helstu hagsmunaaðilum á miðvikudaginn 14. mars n.k. til að ákveða hvernig unnið verði úr stöðu mála í tengslum við samræmt könnunarpróf í íslensku. Hagsmunir nemenda verða hafðir að leiðarljósi í því mati. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Ráðuneytið átti fund með Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunar, síðdegis í gær þar sem farið var yfir umfang og ástæður vandans. Hann upplýsti að tæknileg mistök hjá þjónustuaðila prófakerfisins urðu til þess að prófið var ekki fært yfir á afkastameiri netþjón. Þegar það hafi verið ljóst setti Menntamálastofnun í gang viðbragðsáætlun og allir voru upplýstir um stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert