Allsherjarnefnd fundar um samræmd próf

Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson
Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson mbl.is/Hari

Forstöðumaður Menntamálastofnunar hefur verið boðaður á fund allsherjar- og menntamálanefndar síðdegis á mánudag, ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins. Tilefnið er framkvæmd samræmdra könnunarprófa fyrir 9. bekk. Fresta varð íslenskuprófi á miðvikudaginn vegna tæknilegra örðugleika og það sama var uppi á teningnum í enskuprófinu sem átti að leggja fyrir í dag.

„Við fyrstu sýn virðist vera um svo yfirgripsmikið klúður að ræða, sem hefur svo mikil áhrif, að það er óhjákvæmilegt annað en að kalla strax eftir skýringum frá ráðuneytinu og Menntamálastofnun,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.

Til stóð að allir 9. bekkingar landsins þreyttu próf í …
Til stóð að allir 9. bekkingar landsins þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku í vikunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tæknin bregst á samræmdu prófi. Fyrir tveim árum, þegar samræmda prófið var í fyrsta sinn þreytt í tölvu, var ekki hægt að nota séríslenska stafi í ritunarþætti íslenskuprófsins. 

Páll segir of snemmt að segja til um til hvaða ráða verður gripið. Fyrst þurfi að hlusta á skýringar ráðuneytisins og stofnunarinnar. Þá vonast hann til að menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sitji fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert