Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vandar Menntamálastofnun ekki kveðjurnar í vikulegum pistli sínum. Hann segir fyrirlögn samræmdu prófanna hafa verið sorgarsögu, en fresta varð samræmdu prófi 9. bekkinga í íslensku á miðvikudag og ensku í dag vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp.
„Það þarf ekki að lýsa vonbrigðum nemenda og kennara sem höfðu lagt hart að sér við undirbúning og utanumhald um prófið í skólum um land allt. Ljóst er að þetta mál þarf að kanna i kjölinn og hugsanlega er eina einkunnin sem hægt verður að gefa eftir vikuna, einkunn menntamálastofnunar. Og hún er því miður falleinkunn.“
Frétt mbl.is: Samræmdu prófi frestað á ný
Nemendur komust ýmist ekki inn í prófin eða duttu inn og út í sífellu. Menntamálstofnun fullyrti að vandamálið hefði verið leyst eftir íslenskuprófið á miðvikudag og því var ákveðið að leggja fyrir tvö næstu próf. Stærðfræðiprófið gekk vel í gær, en aftur kom upp vandamál í enskuprófinu í morgun.