Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að á mánudag verði sama fargjald með Herjólfi hvort sem siglt er til Þorlákshafnar eða Landeyjahafnar.
„Sum okkar eru háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. Ég hef lengi barist fyrir því að íbúar Vestmannaeyja búi við góðar samgöngur. Þjónustuna þarf að bæta og kostnaður að lækka sérstaklega fyrir fjölskyldur, ef Herjólfur getur ekki siglt frá Landeyjarhöfn, en þarf að fara frá Þorlákshöfn í staðinn.
Mér er því ljúft að segja frá því að frá og með mánudeginum verður sama fargjald, þó siglt sé í Þorlákshöfn. Það er byggðastefna í verki,“ segir Sigurður Ingi en þetta kom fram í ræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins.