Endurtaka ekki prófin

Í Garðaskóla.
Í Garðaskóla. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Samræmdu grunnskólaprófin í ensku og íslensku, sem hætta varð við í miðjum klíðum í síðustu viku vegna tæknilegra mistaka, verða ekki endurtekin í Garðaskóla í Garðabæ.

Þetta segir skólastjórinn, Brynhildur Sigurðardóttir. Hún segir jafnframt að stjórnendur skólans áskilji sér rétt til að meta það í næstu atrennu hvort þeir taki þátt í að leggja samræmd könnunarpróf Menntamálastofnunar fyrir nemendur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag.

Í yfirlýsingu sem Menntamálastofnun sendi frá sér í gær segir að bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, þjónustuaðili prófakerfisins, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu evrópsks gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftöku í síðustu viku. Menntamálastofnun segist hafa gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hefði mátt betur fara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert