Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur.
Þetta segir Theodór Kristjánsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Á morgun rennur út fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manninum.
Ekki fengust upplýsingar um hvað farið verður fram á langt varðhald. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara á morgun þar sem ákvörðunin verður tekin.
Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar, eða í tæpa tvo mánuði. Samtals hafa borist átta kærur á hendur honum fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum.