Umdeild próf ekki birt að sinni

fSamræmd próf og úrlausnir verða gerð aðgengileg á netinu.
fSamræmd próf og úrlausnir verða gerð aðgengileg á netinu. mbl.is/Eyþór Árnason

„Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“

Þetta segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, í Morgunblaðinu í dag. Greint var frá því á Mbl.is um helgina að Menntamálastofnun þyrfti að afhenda föður stúlku sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016 aðgang að úrlausnum stúlkunnar í íslensku og stærðfræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þessa efnis í síðustu viku.

Menntamálastofnun hafði neitað að afhenda umrædd próf og úrlausnir stúlkunnar þar sem mikilvægt væri talið að geta nýtt spurningar oftar en einu sinni, að því er fram kemur ´æi umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert