Má heita Alparós en ekki Pírati

Sjö ný eiginnöfn bættust á mannanafnaskrá í mars.
Sjö ný eiginnöfn bættust á mannanafnaskrá í mars. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmenn mega nú bera eiginnöfnin Levý, Líus, Bambus og Tóti og kvenmenn mega heita Alparós, Nancy og Ýlfa. Nöfnin sjö bættust á mannanafnaskrá með úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur millinöfnum var hafnað af nefndinni, þar á meðal nafninu Pírati.

Eiginnafnið Lóni var einnig samþykkt en því var hins vegar hafnað sem millinafni þar sem millinöfn mega ekki hafa nefnifallsendingu.

Beiðni um millinafnið Pírati var hafnað þar sem nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.

Beiðni um millinafnið Strömfjörð var hafnað á þeim grundvelli að nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert